Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 10. apríl 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Sex handteknir vegna morðsins á Fleurs
Luke Fleurs lék fyrir Suður-Kóreu á Ólympíuleikunum.
Luke Fleurs lék fyrir Suður-Kóreu á Ólympíuleikunum.
Mynd: Getty Images
Sex karlmenn hafa verið handteknir vegna morðsins á Suður-afríska fótboltamanninum Luke Fleurs.

Fleurs lék fyrir Kaizer Chiefs en var skotinn til bana á dögunum þegar bíl hans var rænt á bensínstöð í Jóhannesarborg.

Málið er í rannsókn og mögulegt að handtökurnar verði fleiri en þær tengjast glæpagengi sem stundar bílrán.

Fleurs lék níu leiki fyrir yngri landslið Suður-Afríku og var í Ólympíuliði þjóðarinnar í Japan 2020. Hann var farinn að banka fast á dyr A-landsliðsins.

Byssuofbeldi er stórt vandamál í Suður-Afríku en fjölmargar skotárásir hafa átt sér stað í landinu undanfarin ár. Landið er með eina hæstu morðtíðni í heiminum.
Athugasemdir
banner
banner
banner