Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 10. apríl 2024 08:00
Elvar Geir Magnússon
Upson hrósar dómaranum: Arsenal átti ekki að fá víti
Saka leitar skýringa frá Nyberg.
Saka leitar skýringa frá Nyberg.
Mynd: Getty Images
Matthew Upson, fyrrum leikmaður Arsenal, hrósar sænska dómaranum Glenn Nyberg sem dæmdi viðureign Arsenal og Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Leikar enduðu 2-2 í þessari fyrri viðureign en undir lokin vildi Arsenal fá vítaspyrnu þegar Bukay Saka fór niður í teignum eftir snertingu við Manuel Neuer markvörð Bæjara.

„Það var hárrétt ákvörðun að dæma ekki vítaspyrnu. Fyrsta tilfinning var að þetta væri víti en svo sést í endursýningum að Bukayo Saka sóttist eftir snertingunni. Manuel Neuer stöðvar eftir að hafa komið út úr markinu og Saka nánast sparkar í hann," segir Upson sem er sérfræðingur hjá BBC.

„Saka setur fótinn út í ónáttúrulega stöðu. Frábær ákvörðun dómarans sem var undir gríðarlegri pressu."
Athugasemdir
banner
banner