Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 10. apríl 2024 15:45
Elvar Geir Magnússon
„Yrði fullkominn fyrir Guardiola“
Riccardo Calafiori.
Riccardo Calafiori.
Mynd: Getty Images
Fabrizio Ravanelli, fyrrum leikmaður Juventus, segir að Riccardo Calafiori varnarmaður Bologna væri fullkominn fyrir Manchester City.

Þessi 21 árs leikmaður hefur verið frábær fyrir Bologna sem hefur komið á óvart á þessu tímabili og berst um sæti í Meistaradeildinni.

Juventus og Tottenham hafa sýnt Calafiori áhuga.

„Ég er virkilega hrifinn af honum. Hann yrði nýr John Stones ef hann færi til Manchester City, hann er fullkominn leikmaður fyrir Guardiola því hann býr yfir mikilli fjölhæfni í varnarleik sínum. Þar að auki virðist hann vera öflugur persónuleiki," segir Ravanelli.

Ravanelli lék á sínum tíma í enska boltanum fyrir Middlesbrough og Derby.
Athugasemdir
banner
banner