Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 14:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjög slæm spá á Ísafirði og leikurinn í hættu
Slæm veðurspá á Ísafirði á sunnudag.
Slæm veðurspá á Ísafirði á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik FH og Vestra í fyrra.
Úr leik FH og Vestra í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það er veðurblíða um allt land í dag en strax á morgun fer kólnandi. Á sunnudag og mánudag á að spila í Bestu deildinni. Hitastigið, miðað við spána í dag, verður 2-3 gráður á suðvestur horninu þar sem fimm af sex leikjum umferðarinnar fara fram.

Sjötti leikurinn, leikur Vestra og FH, á að fara fram á Kerecis vellinum á Ísafirði á sunnudag. Veðurspáin fyrir sunnudag er snjókoma, 10-11 m/s og hiti við frostmark - alls engar kjöraðstæður.

Fótbolti.net ræddi við Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, í dag og spurði hann út í leik Vestra og FH.

Miðað við hvernig veðurspáin er, er hægt að spila leikinn á sunnudag?

„Ég horfi auðvitað á veðurspána eins og heimamenn og aðrir gera. Það er fimmtudagur í dag og við vitum það ekki ennþá."

Spáin á laugardag er mun betri, af hverju er ekki bara spilað þá?

„Þú verður eiginlega að heyra í félögunum með það, ég veit þau ræddu saman en ég get ekki gefið örugg svör með það."

Óbreytt spá, verður spilað á sunnudag?

„Ég get ekki sagt til um það, ég hef talað við félögin og þau eru alveg meðvituð um þessa veðurspá sem þú sérð."

Er þetta ekki allt í lagi varðandi aðra leiki?

„Eins og veðurspáin er, þá er ekkert aftakaveður, en það er ekkert víst að það verði mjög gott veður. Það er apríl."

Hvenær þarf að negla einhverja ákvörðun?

„Það verður skoðað í aðdragandanum, hvort að FH mæti á staðinn eða ekki. Eða hvort að félögin nái saman um eitthvað annað. Þau eru held ég að tala saman," segir Birkir.

2. umferðin í Bestu deildinni
sunnudagur 13. apríl
14:00 Vestri-FH (Kerecisvöllurinn)
17:00 Afturelding-ÍBV (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
19:15 Fram-Breiðablik (Lambhagavöllurinn)

mánudagur 14. apríl
19:15 KR-Valur (AVIS völlurinn)
19:15 Stjarnan-ÍA (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner