Guðmundur Steinarsson er einn af sérfræðingum Fótbolta.net í Pepsi-deild karla en hann verður með vikulega innkomu í útvarpsþætti okkar á X-inu FM 97,7 á laugardögum.
Í spilaranum hér að ofan má hlusta á vangaveltur Guðmundar um komandi umferð en að neðan má lesa stikkorð úr þeim.
Í spilaranum hér að ofan má hlusta á vangaveltur Guðmundar um komandi umferð en að neðan má lesa stikkorð úr þeim.
Sunnudagur: Fjölnir - Valur
Fjölnir er með stráka sem hafa spilað lengi vel saman og eru flottir fótboltamenn. Þeir eru ekki að koma mér á óvart. Ég held að þetta lið muni standa sig vel saman.
KR-leikurinn tók greinilega mikla orku af Val. Það sást í leiknum gegn Keflavík þar sem þeir voru ekki eins orkumiklir. Það gerði það að verkum að þeir náðu ekki að nýta þau færi sem þeir fengu.
Mánudagur: ÍBV - Fylkir
Ég hugsa að Eyjamenn vilji hafa heimavöllinn eins mikla gryfju og hægt er. Þeir eru örugglega grautfúlir að hafa ekki tekið Stjörnuna. Gæðin hjá erlendu leikmönnum þeirra eru alls ekki nægilega mikil.
Fylkismenn hljóta að reyna að fara að skapa sér færi. Þeir verða að komast af stað annars fer þetta að vera skuggalega líkt tímabilinu í fyrra.
Mánudagur: Fram - Þór
Björgólfur Takefusa er kominn í Fram. Ég held að hann muni gera fullt af hlutum fyrir þetta lið. Ég held að það sé mjög klókt hjá Bjarna að hafa fengið. Hann er einn sá besti þegar kemur að því að klára færi inni í teig.
Ég skildi ekki hvað menn voru að sjá í Þórsliðinu. Þegar þeir fara úr Boganum eru ekki sömu lætin og sama baráttan. Chuck þarf að fara að spila, án hans eru þeir ekki að fá stig. En fyrst og fremst þarf að ná baráttuandanum.
Mánudagur: Stjarnan - Víkingur R.
Stjarnan er komin með fullt hús á seiglunni. Þessir baráttusigrar í upphafi tímabils geta verið dýrmætir í lokin.
Víkingar létu alls ekki vel út í fyrsta út, voru flengdir í fyrsta leik. En þeir snéru taflinu við og náðu frábærum sigri gegn Fram. Þeir gætu orðið jójó í sumar.
Mánudagur: Keflavík - Breiðablik
Keflavík er með lið sem hefur verið lengi saman og það telur ótrúlega mikið, sérstaklega í upphafi tímabils. Þeir litu vel út á móti Val og stóðu árás Valsmanna. Jonas Sandqvist var frábær í þeim leik og ég tel að hann muni sýna fleiri svona leiki í sumar.
Það er spurning hvort þessi þjálfaraskipti Blika hafi áhrif? Allavega er þetta ekki alveg að virka hjá þeim. Það er spurning hvað gerist ef þeir vinna ekki Keflavík. Þá þarf að skoða hvað hefur farið úrskeiðis.
Mánudagur: KR - FH
Þetta er skemmtileg rimma. Ég á von á flottum leik og hef góða tilfinningu fyrir FH-ingum. Þeir virka traustir og yfirvegaður. Það munar rosalega miklu að hafa fengið Keflvíkingana Guðjón Árna og Hólmar aftur inn í liðið.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir