Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 10. maí 2017 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur Ó. fær landsliðsmann frá Sierra Leone (Staðfest)
Kwame Quee er mættur til landsins.
Kwame Quee er mættur til landsins.
Mynd: Víkingur Ó.
Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur hefur samið við Kwame Quee um að leika með liðinu í sumar.

Kwame kemur frá Afríkulandinu Sierra Leone, en þar í landi spilar hann með FC Johansen.

Hann kemur til Víkinga á lánssamningi út sumarið.

Hann er fæddur árið 1996 og spilar sem sókndjarfur miðjumaður.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið 12 landsleiki fyrir A-landslið Sierra Leone.

„Við bjóðum Kwame velkominn til félagsins," segir í tilkynningu frá Víkingum.

Ólsarar eru án stiga eftir fyrstu tvo leiki Pepsi-deildarinnar þetta sumarið. Þeir hafa mætt Val og KR, en í síðustu umferð töpuðu þeir naumlega gegn KR þar sem flautumark var skorað.

Næsti leikur Víkinga er á sunnudaginn gegn Grindavík á útivelli.
Athugasemdir
banner
banner