Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   fim 10. maí 2018 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll: Hann er með karakterinn sem hentar okkur
Rúnar Páll var að fá nýjan leikmann.
Rúnar Páll var að fá nýjan leikmann.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stjarnan var að ganga frá kaupum á Þórarni Inga Valdimarssyni frá FH. Fótbolti.net spjallaði við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Stjörnunnar, um málið.

„Við lendum í svolitlum meiðslum núna, glugginn er að loka og við vitum ekki alveg hvernig þetta þróast hjá okkur. Við tókum þá ákvörðun að reyna að styrkja okkur," segir Rúnar Páll.

„Við vissum af áhuga Tóta og ákváðum að tala við FH-ingana og komumst að samkomulagi við þá, og Þórarinn."

„Þetta er mjög ánægjulegt, hann getur leyst margar stöður sem hentar okkur ágætlega; hann er með karakterinn sem hentar okkur, áræðinn og kraftmikill leikmaður."

Jósef Kristinn Jósefsson og Jóhann Laxdal verða frá næstu vikurnar, nánar tiltekið í 6-8 vikur. Þórarinn kemur að einhverju leyti til með að fylla í skarð þeirra.

„Það er mikið af leikjum framundan og mjög ánægjulegt að hafa styrkt hópinn með Þórarni á þessum tímapunkti."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner