Stjarnan var að ganga frá kaupum á Þórarni Inga Valdimarssyni frá FH. Fótbolti.net spjallaði við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Stjörnunnar, um málið.
„Við lendum í svolitlum meiðslum núna, glugginn er að loka og við vitum ekki alveg hvernig þetta þróast hjá okkur. Við tókum þá ákvörðun að reyna að styrkja okkur," segir Rúnar Páll.
„Við lendum í svolitlum meiðslum núna, glugginn er að loka og við vitum ekki alveg hvernig þetta þróast hjá okkur. Við tókum þá ákvörðun að reyna að styrkja okkur," segir Rúnar Páll.
„Við vissum af áhuga Tóta og ákváðum að tala við FH-ingana og komumst að samkomulagi við þá, og Þórarinn."
„Þetta er mjög ánægjulegt, hann getur leyst margar stöður sem hentar okkur ágætlega; hann er með karakterinn sem hentar okkur, áræðinn og kraftmikill leikmaður."
Jósef Kristinn Jósefsson og Jóhann Laxdal verða frá næstu vikurnar, nánar tiltekið í 6-8 vikur. Þórarinn kemur að einhverju leyti til með að fylla í skarð þeirra.
„Það er mikið af leikjum framundan og mjög ánægjulegt að hafa styrkt hópinn með Þórarni á þessum tímapunkti."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir