Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Aron Jó ekki valinn í 40-manna hóp bandaríska landsliðsins
Aron í leik með bandaríska landsliðinu
Aron í leik með bandaríska landsliðinu
Mynd: EPA
Aron Jóhannsson, leikmaður Lech Poznan í Póllandi, er ekki í 40-manna hópnum sem Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska landsliðsins, valdi í dag fyrir þrjá leiki í júní.

Aron, sem er 30 ára gamall, gerði frábæra hluti með sænska liðinu Hammarby á síðustu leiktíð en hann skoraði 15 mörk í 27 leikjum og var einn besti maður sænsku deildarinnar.

Hann á 19 landsleiki fyrir Bandaríkin og hefur skorað 4 mörk en Berhalter talaði um Aron í nóvember og sagðist hafa átt frábært samtal með framherjanum knáa en hann hefur þó ekki verið valinn síðan.

Í dag var svo birtur 40 manna leikmannahópur fyrir leikina gegn Sviss, Hondúras og Kosta Ríka/Mexíkó í júní en Aron er ekki í hópnum.

Niko Gioacchini, framherji Caen í frönsku B-deildinni er í hópnum, en hann hefur aðeins skorað 4 mörk í 29 leikjum á tímabilinu.

Aron er ekki eini leikmaðurinn sem Berhalter horfir framhjá en Julian Green, leikmaður Greuther Fürth, er ekki valinn þrátt fyrir að hafa spilað vel í þýsku B-deildinni. Andrija Novakovich hefur þá skorað 11 mörk í B-deildinni á Ítalíu með Frosinone.

Hópurinn í heild sinni:

Markverðir: : Ethan Horvath, Sean Johnson, David Ochoa, Zack Steffen, Matt Turner

Varnarmenn: John Brooks, Reggie Cannon, Sergino Dest, Aaron Long, Mark McKenzie, Matt Miazga, Tim Ream, Bryan Reynolds, Chris Richards, Antonee Robinson, Miles Robinson, Sam Vines, DeAndre Yedlin, Walker Zimmerman

Miðjumenn: Brenden Aaronson, Tyler Adams, Luca De La Torre, Sebastian Lletget, Weston McKennie, Yunus Musah, Owen Otasowie, Kellyn Acosta, Gio Reyna, Cristian Roldan, Jackson Yueill

Framherjar: Paul Arriola, Tyler Boyd, Konrad De La Fuente, Daryl Dike, Nicholas Gioacchini, Christian Pulisic, Josh Sargent, Jordan Siebatcheu, Tim Weah, Gyasi Zardes
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner