Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. júní 2019 18:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HM kvenna: Argentína krækti í stig gegn Japan
Fyrsta stig Argentínu í lokakeppni HM
Virginia Gomez og Adriana Sachs föðmuðust í leikslok.
Virginia Gomez og Adriana Sachs föðmuðust í leikslok.
Mynd: Getty Images
Argentina 0 - 0 Japan

Einn leikur fór í dag fram í D-riðli á HM kvenna í Frakklandi. Rétt rúmlega 25000 áhorfendur mættu á leik Argentínu og Japan sem léku á Parc De Princes í París í dag.

Engin mörk voru skoruð í leiknum í dag. Japan hélt boltanum betur í leiknum og átti fleiri marktækifæri.

Jafnteflið þýðir að England er eitt efst í riðlinum með þrjú stig eftir sigur á Skotlandi í gær.

Fyrir leikinn í dag hafði Argentína spilað samtals sex leiki á HM í sögu landsliðsins. Argentína hafði tapað öllum leikjum sínum fyrir daginn í dag og því fyrsta stigið sem landsliðið krækir í á HM. Í þessum sex leikjum fyrir leikinn í dag hafði Argentína fengið á sig 33 mörk.

Næstu leikir í D-riðli fara fram á föstudag.



Athugasemdir
banner
banner
banner