Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 10. júní 2021 10:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wagner tekur ekki við WBA
Mynd: Getty Images
WBA hefur verið í viðræðum við David Wagner, fyrrum stjóra Schalke og Huddersfield, um að taka við sem stjóri eftir að Sam Allardyce steig til hliðar eftir nýliðið tímabil.

WBA féll úr úrvalsdeildinni og leikur í Championship deildinni á næstu leiktíð.

Wagner mun líklega taka við Young Boys í Sviss og gæti það verið tilkynnt fyrir helgi.

WBA var hrifið af Wagner en hann er sagður vilja vera nálægt fjölskyldu sinni í Þýskalandi.

WBA heldur því áfram leit manni í stjórastöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner