Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fös 10. júní 2022 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í hvaða átt erum við að fara?
Úr leiknum gegn San Marínó í gær.
Úr leiknum gegn San Marínó í gær.
Mynd: BBC
Ísland vann nauman sigur gegn San Marínó í vináttulandsleik í gær. Það stóð tæpt gegn slakasta landsliði veraldar, en okkur tókst að koma 0-1 sigri yfir línuna.

Það fengust engin svör í þessum leik og í raun vöknuðu bara fleiri spurningar eins og tveir fyrrum landsliðsmenn ræddu um á Viaplay eftir leik.

„Öll umræða um þessa helvítis þróun þarf að hætta, við þurfum að hugsa þetta öðruvísi," sagði Rúrik Gíslason. „Við þurfum að setja alvöru kröfur á fullorðna fótboltamenn sem eru fullþroskaðir og tilbúnir að spila fyrir Ísland. Öll þessi þróunar umræða, gleymið henni. Við þurfum að sjá alvöru stríð á vellinum."

„Við þurfum líka að fara að sjá mynstur sem sannfærir okkur um að þetta sé að virka," sagði Kári Árnason.

„Erum við á réttri leið með þessa þróun? Ætlum við að vera lið sem heldur í boltann mikið? Ætlum við að vera lið sem kann að verjast? Við virðumst ekki kunna það því við fáum mörk á okkur í hverjum einasta leik."

„Í hvaða átt erum við að fara?" spurði Kári sem er ekki viss um á hvaða leið íslenska landsliðið er og hver einkenni liðsins eru undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar.

Núna hefur Ísland unnið sigra gegn Færeyjum, Liechtenstein og San Marínó - þremur af slökustu liðum Evrópu - síðan Arnar Þór tók við liðinu fyrir einu og hálfu ári síðar. Aðrir leikir hafa ekki unnist. Liðið hefur auðvitað gengið í gegnum talsverðar breytingar, en einhvern tímann verður liðið að fara að ná árangri.
Athugasemdir
banner
banner
banner