Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   lau 10. júní 2023 17:00
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davið Smári harðorður: Á ekki að sjást í meistaraflokki karla
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ógeðslega lélegt, ég ætla að vera hreinskilinn. Ég er kominn með leið á því að tala um að við höfum spilað vel. Við erum að gefa mörk trekk í trekk og þetta er ofboðslega lélegt. Ég er kominn með nóg af því að menn séu að kenna öðrum um. Menn þurfa að taka ábyrgð og fara að vakna. Þetta er erfið deild og leikmenn Vestra þurfa að vakna,” sagði harðorður Davíð Smári þjálfari Vestra í Lengjudeildinni eftir 3-1 tap gegn Aftureldingu.

Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Vestri

„Það vantaði aggression í boxinu hjá okkur. Við sofnum á verðinum fáum okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og eitt eftir fyrirgjöf. Við höfum farið vel yfir þetta en samt sofna menn á verðinum. Við erum með fullorðna leikmenn í þessu liði sem eiga að taka ábyrgð og það er kominn tími á að þeir geri það.Ég er mjög mjög vonsvikinn.“

„Við vorum langt frá því að vera verri aðilinn í þessum leik og fáum líka sénsa til að skora fleiri mörk en við gerðum það ekki. Það þýðir ekki að tala um það endalaust að spila vel og fá ekkert úr leiknum og það er kominn tími til að það stoppi.”

Næsti leikur Vestra er ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá mætir liðið Fjölni á útivelli.

„Þetta er alvöru refsing fyrir okkur og hún er bara góð. Við þurfum að hugsa um tapið í dag í tvær vikur. Við þurfum að fara yfir það á æfingum hvað við gerðum ekki nægilega vel.”

Stigasöfnun Vestra hefur ekki verið nægilega góð í sumar. Liðið er með 5 stig eftir 6 leiki og stutt í fallsætið.

„Stigasöfnunin hefur verið óboðlega en við getum farið aftur í það sem ég er hundleiður á og það er að við höfum spilað vel og við spiluðum vel í dag. Við gefum bara leikinn frá okkur með barnalegum mistökum sem eiga ekki að sjást í meistaraflokki karla.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner