Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
   lau 10. júní 2023 17:00
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davið Smári harðorður: Á ekki að sjást í meistaraflokki karla
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ógeðslega lélegt, ég ætla að vera hreinskilinn. Ég er kominn með leið á því að tala um að við höfum spilað vel. Við erum að gefa mörk trekk í trekk og þetta er ofboðslega lélegt. Ég er kominn með nóg af því að menn séu að kenna öðrum um. Menn þurfa að taka ábyrgð og fara að vakna. Þetta er erfið deild og leikmenn Vestra þurfa að vakna,” sagði harðorður Davíð Smári þjálfari Vestra í Lengjudeildinni eftir 3-1 tap gegn Aftureldingu.

Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Vestri

„Það vantaði aggression í boxinu hjá okkur. Við sofnum á verðinum fáum okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og eitt eftir fyrirgjöf. Við höfum farið vel yfir þetta en samt sofna menn á verðinum. Við erum með fullorðna leikmenn í þessu liði sem eiga að taka ábyrgð og það er kominn tími á að þeir geri það.Ég er mjög mjög vonsvikinn.“

„Við vorum langt frá því að vera verri aðilinn í þessum leik og fáum líka sénsa til að skora fleiri mörk en við gerðum það ekki. Það þýðir ekki að tala um það endalaust að spila vel og fá ekkert úr leiknum og það er kominn tími til að það stoppi.”

Næsti leikur Vestra er ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá mætir liðið Fjölni á útivelli.

„Þetta er alvöru refsing fyrir okkur og hún er bara góð. Við þurfum að hugsa um tapið í dag í tvær vikur. Við þurfum að fara yfir það á æfingum hvað við gerðum ekki nægilega vel.”

Stigasöfnun Vestra hefur ekki verið nægilega góð í sumar. Liðið er með 5 stig eftir 6 leiki og stutt í fallsætið.

„Stigasöfnunin hefur verið óboðlega en við getum farið aftur í það sem ég er hundleiður á og það er að við höfum spilað vel og við spiluðum vel í dag. Við gefum bara leikinn frá okkur með barnalegum mistökum sem eiga ekki að sjást í meistaraflokki karla.”
Athugasemdir
banner