Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 10. júní 2023 17:00
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davið Smári harðorður: Á ekki að sjást í meistaraflokki karla
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ógeðslega lélegt, ég ætla að vera hreinskilinn. Ég er kominn með leið á því að tala um að við höfum spilað vel. Við erum að gefa mörk trekk í trekk og þetta er ofboðslega lélegt. Ég er kominn með nóg af því að menn séu að kenna öðrum um. Menn þurfa að taka ábyrgð og fara að vakna. Þetta er erfið deild og leikmenn Vestra þurfa að vakna,” sagði harðorður Davíð Smári þjálfari Vestra í Lengjudeildinni eftir 3-1 tap gegn Aftureldingu.

Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Vestri

„Það vantaði aggression í boxinu hjá okkur. Við sofnum á verðinum fáum okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og eitt eftir fyrirgjöf. Við höfum farið vel yfir þetta en samt sofna menn á verðinum. Við erum með fullorðna leikmenn í þessu liði sem eiga að taka ábyrgð og það er kominn tími á að þeir geri það.Ég er mjög mjög vonsvikinn.“

„Við vorum langt frá því að vera verri aðilinn í þessum leik og fáum líka sénsa til að skora fleiri mörk en við gerðum það ekki. Það þýðir ekki að tala um það endalaust að spila vel og fá ekkert úr leiknum og það er kominn tími til að það stoppi.”

Næsti leikur Vestra er ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá mætir liðið Fjölni á útivelli.

„Þetta er alvöru refsing fyrir okkur og hún er bara góð. Við þurfum að hugsa um tapið í dag í tvær vikur. Við þurfum að fara yfir það á æfingum hvað við gerðum ekki nægilega vel.”

Stigasöfnun Vestra hefur ekki verið nægilega góð í sumar. Liðið er með 5 stig eftir 6 leiki og stutt í fallsætið.

„Stigasöfnunin hefur verið óboðlega en við getum farið aftur í það sem ég er hundleiður á og það er að við höfum spilað vel og við spiluðum vel í dag. Við gefum bara leikinn frá okkur með barnalegum mistökum sem eiga ekki að sjást í meistaraflokki karla.”
Athugasemdir
banner
banner