Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
   lau 10. júní 2023 17:00
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davið Smári harðorður: Á ekki að sjást í meistaraflokki karla
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ógeðslega lélegt, ég ætla að vera hreinskilinn. Ég er kominn með leið á því að tala um að við höfum spilað vel. Við erum að gefa mörk trekk í trekk og þetta er ofboðslega lélegt. Ég er kominn með nóg af því að menn séu að kenna öðrum um. Menn þurfa að taka ábyrgð og fara að vakna. Þetta er erfið deild og leikmenn Vestra þurfa að vakna,” sagði harðorður Davíð Smári þjálfari Vestra í Lengjudeildinni eftir 3-1 tap gegn Aftureldingu.

Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Vestri

„Það vantaði aggression í boxinu hjá okkur. Við sofnum á verðinum fáum okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og eitt eftir fyrirgjöf. Við höfum farið vel yfir þetta en samt sofna menn á verðinum. Við erum með fullorðna leikmenn í þessu liði sem eiga að taka ábyrgð og það er kominn tími á að þeir geri það.Ég er mjög mjög vonsvikinn.“

„Við vorum langt frá því að vera verri aðilinn í þessum leik og fáum líka sénsa til að skora fleiri mörk en við gerðum það ekki. Það þýðir ekki að tala um það endalaust að spila vel og fá ekkert úr leiknum og það er kominn tími til að það stoppi.”

Næsti leikur Vestra er ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá mætir liðið Fjölni á útivelli.

„Þetta er alvöru refsing fyrir okkur og hún er bara góð. Við þurfum að hugsa um tapið í dag í tvær vikur. Við þurfum að fara yfir það á æfingum hvað við gerðum ekki nægilega vel.”

Stigasöfnun Vestra hefur ekki verið nægilega góð í sumar. Liðið er með 5 stig eftir 6 leiki og stutt í fallsætið.

„Stigasöfnunin hefur verið óboðlega en við getum farið aftur í það sem ég er hundleiður á og það er að við höfum spilað vel og við spiluðum vel í dag. Við gefum bara leikinn frá okkur með barnalegum mistökum sem eiga ekki að sjást í meistaraflokki karla.”
Athugasemdir
banner