Alisson Becker, markvörður Liverpool og brasilíska landsliðsins, spilaði í óvæntu treyjunúmeri í 3-2 sigri Brasilíu á Mexíkó í gær.
Alisson er aðalmarkvörður Brasilíu og mun standa á milli stanganna í Copa America keppninni sem hefst síðar í þessum mánuði.
Hann er vanalega í treyju númer 1 hjá þjóð sinni en það vakti mikla athygli að hann klæddist treyju númer 110 í leiknum gegn Mexíkó.
Brasilíska fótboltasambandið er að fagna 110 ára afmæli sínu og var því tekið upp á því að láta Alisson spila í því treyjunúmeri, en sambandið fékk sérstakt leyfi fyrir þessum gjörningi.
Alisson wore the number 110 last night as he captained Brazil on the 110th anniversary of the Seleção ???????? pic.twitter.com/HHx9Wkzyth
— Classic Football Shirts (@classicshirts) June 9, 2024
Athugasemdir