Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. júlí 2021 19:33
Victor Pálsson
4. deild: Hörður Í. skoraði átta gegn Mídas
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hörður tyllti sér á toppinn með sannfærandi sigri en liðið skoraði átta mörk gegn engu frá gestunum.

Sigurður Arnar Hannesson átti stórleik fyrir heimamenn og skoraði fernu í sigrinum.

Í D riðli fóru fram tveir leikir og var boðið upp á nóg af mörkum.

Vængir Júpíters unnu Kormák/Hvöt með þremur mörkum gegn tveimr en þar endaði Kormákur/Hvöt leikinn með níu menn á vellinum.

Í hinum leiknum spiluðu Samherjar við Hvíta Riddarann og vann það síðarnefnda 5-2 útisigur.

Hörður Í. 8 - 0 Mídas
1-0 Birkir Eydal('22, víti)
2-0 Guðmundur Páll Einarsson('37)
3-0 Sigurður Arnar Hannesson('53)
4-0 Sigurður Arnar Hannesson(56)
5-0 Birkir Eydal('67)
6-0 Sigurður Arnar Hannesson('83)
7-0 Jóhann Samúel Rendall('85)
8-0 Sigurður Arnar Hannesson('87)

Vængir Júpíters 3 - 2 Kormákur/Hvöt
1-0 Dagur Ingi Axelsson('4)
1-1 George Razvan Chariton('12)
2-1 Árni Steinn Sigursteinsson('85)
3-1 Patrekur Viktor Jónsson('89)
3-2 Sigurður Agnar Br. Arnþórsson('90, sjálfsmark)

Samherjar 2 - 5 Hvíti Riddarinn
0-1 Atli Fannar Hauksson('27)
0-2 Ægir Örn Snorrason('30)
0-3 Kolfinnur Ernir Kjartansson('33)
0-4 Eiríkur Þór Bjarkason('55)
1-4 Eysteinn Bessi Sigmarsson('62)
2-4 Ágúst Örn Víðisson('82, víti)
2-5 Eiður Andri Thorarensen('86)
Athugasemdir
banner
banner