Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 10. júlí 2024 16:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Heldur spilunum þétt að sér - „Það eru alltaf einhverjar viðræður"
Icelandair
Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennt fyrir komandi verkefni.
Spennt fyrir komandi verkefni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er góð stemning í hópnum og þetta leggst bara vel í okkur," segir Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta eru sterk lið sem við erum að mæta, en við erum líka með sterkt lið. Þetta er bara spennandi og gaman."

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Núna á föstudaginn er möguleiki á að tryggja sætið hér á heimavelli ef stelpurnar leggja stórlið Þýskalands að velli.

„Það er leikurinn sem við erum að fókusa á núna og við erum mjög spenntar fyrir því. Auðvitað væri draumurinn að tryggja okkur á EM þá. Það kemur bara í ljós hvort það gengur upp eða ekki. Það er alltaf erfitt fyrir önnur lið að koma á Laugardalsvöll. Það er 100 prósent möguleiki."

Mikið um þrjá á þrjá
Þessi landsleikjagluggi kemur á frekar skrítnum tíma fyrir marga leikmenn sem eru að koma úr sumarfríi. Selma var að spila í þýsku úrvalsdeildinni sem er núna í fríi.

„Ég er búin að æfa sjálf og svo vorum við nokkrar á æfingum hérna. Það er búið að ganga vel," segir Selma en þær voru sex saman á æfingum í síðustu viku áður en hópurinn kom allur saman fyrr í þessari viku.

„Það var svolítið um þrjá á þrjá, en það var mjög gaman. Maður er alltaf með keppnisskap í það og það er bara gaman að spila í fótbolta."

Selma kláraði síðasta tímabil með Nürnberg í Þýskalandi en er núna í leit að öðru liði.

„Það verður bara að koma í ljós. Það eru alltaf einhverjar viðræður og alltaf eitthvað í gangi. Maður á bara eftir að taka ákvörðun," segir Selma en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner