Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 10. júlí 2024 16:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Heldur spilunum þétt að sér - „Það eru alltaf einhverjar viðræður"
Icelandair
Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennt fyrir komandi verkefni.
Spennt fyrir komandi verkefni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er góð stemning í hópnum og þetta leggst bara vel í okkur," segir Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta eru sterk lið sem við erum að mæta, en við erum líka með sterkt lið. Þetta er bara spennandi og gaman."

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Núna á föstudaginn er möguleiki á að tryggja sætið hér á heimavelli ef stelpurnar leggja stórlið Þýskalands að velli.

„Það er leikurinn sem við erum að fókusa á núna og við erum mjög spenntar fyrir því. Auðvitað væri draumurinn að tryggja okkur á EM þá. Það kemur bara í ljós hvort það gengur upp eða ekki. Það er alltaf erfitt fyrir önnur lið að koma á Laugardalsvöll. Það er 100 prósent möguleiki."

Mikið um þrjá á þrjá
Þessi landsleikjagluggi kemur á frekar skrítnum tíma fyrir marga leikmenn sem eru að koma úr sumarfríi. Selma var að spila í þýsku úrvalsdeildinni sem er núna í fríi.

„Ég er búin að æfa sjálf og svo vorum við nokkrar á æfingum hérna. Það er búið að ganga vel," segir Selma en þær voru sex saman á æfingum í síðustu viku áður en hópurinn kom allur saman fyrr í þessari viku.

„Það var svolítið um þrjá á þrjá, en það var mjög gaman. Maður er alltaf með keppnisskap í það og það er bara gaman að spila í fótbolta."

Selma kláraði síðasta tímabil með Nürnberg í Þýskalandi en er núna í leit að öðru liði.

„Það verður bara að koma í ljós. Það eru alltaf einhverjar viðræður og alltaf eitthvað í gangi. Maður á bara eftir að taka ákvörðun," segir Selma en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner