Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mið 10. júlí 2024 16:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Heldur spilunum þétt að sér - „Það eru alltaf einhverjar viðræður"
Icelandair
Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennt fyrir komandi verkefni.
Spennt fyrir komandi verkefni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er góð stemning í hópnum og þetta leggst bara vel í okkur," segir Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta eru sterk lið sem við erum að mæta, en við erum líka með sterkt lið. Þetta er bara spennandi og gaman."

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Núna á föstudaginn er möguleiki á að tryggja sætið hér á heimavelli ef stelpurnar leggja stórlið Þýskalands að velli.

„Það er leikurinn sem við erum að fókusa á núna og við erum mjög spenntar fyrir því. Auðvitað væri draumurinn að tryggja okkur á EM þá. Það kemur bara í ljós hvort það gengur upp eða ekki. Það er alltaf erfitt fyrir önnur lið að koma á Laugardalsvöll. Það er 100 prósent möguleiki."

Mikið um þrjá á þrjá
Þessi landsleikjagluggi kemur á frekar skrítnum tíma fyrir marga leikmenn sem eru að koma úr sumarfríi. Selma var að spila í þýsku úrvalsdeildinni sem er núna í fríi.

„Ég er búin að æfa sjálf og svo vorum við nokkrar á æfingum hérna. Það er búið að ganga vel," segir Selma en þær voru sex saman á æfingum í síðustu viku áður en hópurinn kom allur saman fyrr í þessari viku.

„Það var svolítið um þrjá á þrjá, en það var mjög gaman. Maður er alltaf með keppnisskap í það og það er bara gaman að spila í fótbolta."

Selma kláraði síðasta tímabil með Nürnberg í Þýskalandi en er núna í leit að öðru liði.

„Það verður bara að koma í ljós. Það eru alltaf einhverjar viðræður og alltaf eitthvað í gangi. Maður á bara eftir að taka ákvörðun," segir Selma en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner