
Framarar bjóða frítt í rútu (og með því) á undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Vestra á Ísafirði.
Lagt verður af stað klukkan 6 á laugardagsmorgun frá heimavelli félagsins í Úlfarsárdal. Farið verður beint til Reykjavíkur eftir að leik lýkur.
Leikur Vestra og Fram verður klukkan 14 á laugardag en sigurliðið mun mæta Val í bikarúrslitaleiknum.
Lagt verður af stað klukkan 6 á laugardagsmorgun frá heimavelli félagsins í Úlfarsárdal. Farið verður beint til Reykjavíkur eftir að leik lýkur.
Leikur Vestra og Fram verður klukkan 14 á laugardag en sigurliðið mun mæta Val í bikarúrslitaleiknum.
Við komuna á ísafjörð verður tilboð fyrir Framara á Logn Restaurant. Yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með foreldris eða forráðamanni.
Skráningar í rútu hjá [email protected]
„Framarara bjóða líka öllum sem ekki komast vestur að hittast saman í Dal draumanna og horfa á leikinn. Húsið opnar klukkan 12:00 og Framarar eru hvattir til þess að mæta í veislusalinn og fylgjast með leiknum þar og senda góða strauma vestur og styðja sína menn og um leið tryggja okkur sigur í úrslitaleiknum sem fram fer 22. ágúst. Tasty borgarar verða á staðnum með vagn frá klukkan 12," segir í tilkynningu frá Fram.
Athugasemdir