Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. ágúst 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Casey Stoney segir að framtíð sín sé hjá Man Utd
Casey Stoney.
Casey Stoney.
Mynd: Getty Images
Casey Stoney segir að framtíð sín sé hjá Manchester United þrátt fyrir háværar sögusagnir um að hún gæti tekið við enska landsliðinu.

Hún hefur verið mikið orðuð við enska landsliðið, ásamt Jill Ellis og Emma Hayes til dæmis. Ellis, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjana, þykir líklegust af öllum.

Hin 38 ára gamla Stoney, sem er fyrrum landsliðskona, stefnir á að koma Manchester United á topppinn í Evrópu og ætlar ekki að segja skilið við félagið strax.

„Ég sagði það þegar ég tók við starfinu að þetta félag gæti breytt kvennaboltanum," sagði Stoney í samtali við Sky Sports. „Ég vil hjálpa þessu félagi að vaxa þannig að það verði eitt það sterkasta í Evrópu."

Man Utd stofnaði kvennalið árið 2018 og var liðið að klára sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Það hafnaði í fjórða sæti á fyrsta tímabili í efstu deild og segir Stoney að markmiðið sé núna að brjótast inn í topp þrjá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner