Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 10. ágúst 2020 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Dortmund stráir salti í sárin - Birta mynd af Sancho
Jadon Sancho er ekki á förum
Jadon Sancho er ekki á förum
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Borussia Dortmund birtir mynd af enska vængmanninum Jadon Sancho á Twitter í kvöld en það er auðvelt að greina að færslan er skilaboð til Manchester United.

Manchester United hefur verið í viðræðum við Dortmund síðustu vikur um að kaupa Sancho en félagið hefur þó hingað til ekki vilja ganga að verðmiðanum sem er 120 milljónir evra.

Samkvæmt þýska miðlinum BILD var Dortmund reiðubúið að leyfa United að greiðsludreifa kaupverðinu en félagið vildi þó ansi háa upphæð fyrirfram.

Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, hefur nú greint frá því að Sancho sé ekki á förum og að hann verði hjá Dortmund út þetta tímabil í það minnsta.

United hefur þó ekki gefið upp alla von en Dortmund virðist strá salti í sár United-manna með nýjustu færslunni á Twitter. Þar birtir Dortmund mynd af Sancho og skrifar undir „Þú elskar að sjá það."

Sancho er mættur til æfinga hjá Dortmund en liðið undirbúir sig fyrir komandi leiktíð í Þýskalandi.

Hægt er að sjá færsluna hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner