Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 10. ágúst 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Leikin kvikmynd um Gascoigne í burðarliðnum
Gascoigne gaf út ævisögu fyrir sextán árum.
Gascoigne gaf út ævisögu fyrir sextán árum.
Mynd: Getty Images
Áætlað er að framleiða kvikmynd um fótboltaferil Paul Gascoigne en einnig verður líf hans utan vallar í sviðsljósinu, þar á meðal barátta hans gegn alkahólisma.

Kvikmyndaframleiðandinn notast við endurminningar Gascoigne við handritarskrifin, þar á meðal bókina Gazza: My Story sem skrifuð var fyrir sextán árum.

Gascoigne lék fyrir Tottenham, Lazio og enska landsliðið og lenti oft í skrautlegum og umdeildum uppákomum. Hann segir að kvikmyndin muni sýna hlutina svarta og sykurlausa.

„Horfumst í augu við þetta, ég hef ekkert að fela. Þetta hefur allt verið í fjölmiðlum. Bæði það góða og slæma," segir Gazza.

Verið er að leita að leikurum til að leika hann á mismunandi æviskeiðum. Sean Bean, Jack O'Connell og Paul Mescal eru meðal leikara sem hafa verið orðaðir við hlutverkið.

Þess má geta að bráðlega kemur út heimildarmynd um Gascoigne þar sem notast er við myndefni frá HM á ítalíu 90, EM 96 og frá þremur árum hans hjá Lazio.
Athugasemdir
banner
banner