Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 10. ágúst 2021 12:15
Fótbolti.net
Bestur í 16. umferð - Var stjarna sem spilaði með James fyrir Kólumbíu
Manga Escobar (Leiknir)
Manga Escobar er leikmaður umferðarinnar.
Manga Escobar er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikmennirnir sem koma inn í Leiknisliðið eru vel valdir inn. Manga hefur komið inn seinni hlutann, það tók hann eðlilega tíma að aðlagast þar sem þetta er allt öðruvísi fótbolti en í Suður-Ameríku. Ég held að fólk fatti ekki hversu mikill munur það er fyrir Suður-Ameríkumann að koma hingað. Hann er heldur betur að koma sterkur inn, er kominn í betra form og er að venjast aðstæðum," segir Magnús Már Einarsson í Innkastinu þegar rætt er um Kólumbíumanninn Andrés Manga Escobar.

Manga skoraði sigurmark Leiknis þegar liðið vann óvæntan 1-0 sigur gegn Íslandsmeisturum Vals í 16. umferð Pepsi Max-deildarinnar og er þessi skemmtilegi leikmaður maður umferðarinnar.

Manga, sem er 30 ára gamall sóknarleikmaður, reyndist varnarmönnum Vals virkilega erfiður.

„Hann getur gert alveg helling, mér finnst hann alveg geggjaður. Hann var lengi í gangi, eðlilegt þar sem hann er að koma frá Suður-Ameríku. Það tók hann hellings tíma að komast í gang en hann er búinn að vera frábær núna," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, um Manga í síðasta mánuði.

Fyrir tímabilið ræddi Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net, um Manga við Simon Edwards, Englending sem búsettur er í Kólumbíu, og vann að félagaskiptum leikmannsins til Íslands.

„Manga var stjarna í U20 landsliði Kólumbíu ásamt James Rodriguez. Hann fór til Dynamo Kiev í Úkraínu þegar hann var ungur en var mikið sendur út á láni. Hann var einn besti leikmaður Dallas í MLS-deildinni þar sem hann skoraði upp og var einn sá besti í deildinni þegar kom að stoðsendingum. Hann hefur spilað fyrir þrjú stærstu félög Kólumbíu; Millonarios, Deportivo Cali and Atletico Nacional. Hann hefur einnig spilað í Brasilíu með Vasco de Gama og í Argentínu með Estudiantes," sagði Edwards í viðtalinu en hægt er að lesa það í heild sinni hér:

Sjá einnig:
Suður-Ameríku bragur í Breiðholti - Spilaði í landsliðinu með James

Markið sem Manga skoraði gegn Val:



Leikmenn umferðarinnar:
15. umferð: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
14. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
13. umferð: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
12. umferð: Birkir Heimisson (Valur)
11. umferð: Beitir Ólafsson (KR)
10. umferð: Andri Yeoman (Breiðablik)
9. umferð: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
8. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Innkastið - Valur býður í meistaradans og Blikar kunna sporin
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner