Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 10. ágúst 2022 16:18
Ívan Guðjón Baldursson
Malang Sarr kominn til Mónakó (Staðfest)
Sarr spilaði 21 leik með Chelsea á síðustu leiktíð, þar af aðeins átta í ensku úrvalsdeildinni.
Sarr spilaði 21 leik með Chelsea á síðustu leiktíð, þar af aðeins átta í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images

Mónakó er búið að krækja í franska miðvörðinn Malang Sarr á eins árs lánssamning frá Chelsea.


Hann er fjórði leikmaðurinn sem Mónakó fær í sumar en áður hafði félagið krækt í Takumi Minamino, Breel Embolo og Thomas Didillon.

„Ég er mjög ánægður með að ganga í raðir Mónakó og vera mættur aftur í frönsku deildina, þar sem ég byrjaði. Ég þekki franska boltann vel og vil þakka félaginu fyrir traustið," segir Sarr.

Í lánssamningnum er kaupmöguleiki sem getur þó orðið að kaupskyldu ef ákveðnum skilyrðum er mætt. Kaupmöguleikinn hljóðar upp á 15 milljónir evra.

Sarr er 23 ára miðvörður sem getur einnig spilað í vinstri bakverði. Hann hefur verið hjá Chelsea í tvö ár eftir að hann gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu frá Nice.

Sarr hafði verið lykilmaður í liði Nice og var strax lánaður til Porto við komuna til Englands. Honum tókst hvorki að næla sér í byrjunarliðssæti hjá Porto né Chelsea svo nú reynir hann fyrir sér hjá nýju félagi.

Sarr var mikilvægur hlekkur upp í gegnum yngri landslið Frakka en á eftir að taka stökkið upp í A-landsliðið. Mónakó vann Fulham í kappinu um Sarr þar sem leikmaðurinn sjálfur kaus að spila frekar í heimalandinu með liði sem er að berjast í Evrópudeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner