„Ég er ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum í dag. Þetta er líklega ein okkar besta frammistaða í sumar," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-2 sigur gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag,
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur. Við hefðum getað gert þetta auðveldara fyrir okkur en enduðum vel og náðum í þrjú stig. Það er það sem skiptir máli."
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur. Við hefðum getað gert þetta auðveldara fyrir okkur en enduðum vel og náðum í þrjú stig. Það er það sem skiptir máli."
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 2 Þór/KA
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, sem er 17 ára gömul, átti stórleik í liði Breiðabliks. Hún skoraði stórglæsilegt og mikilvægt mark og kom að öðrum mörkum líka.
„Ása er að verða betri með hverjum leiknum. Hún er að fá meira sjálfstraust. Sendingin hennar í fjórða markinu var stórkostleg. Það eru ekki margir leikmenn sem ég hef þjálfað geta þetta en hún er ein þeirra. Hún átti mjög góðan leik."
Hrafnhildur Ása er mjög efnilegur leikmaður en Nik segir hana enn vera að læra. Allir sóknarleikmenn Breiðabliks áttu mjög góðan leik.
„Fyrir liðið allt var þetta einn okkar besti leikur," segir Nik.
Breiðablik er núna í öðru sæti, einu stigi á eftir Val. Toppbaráttan er gríðarlega spennandi. „Þetta verður skemmtilegt í framhaldinu," segir Nik en hann vonast til að sínar stelpur hefni fyrir síðasta tap gegn Val í bikarúrslitunum næsta föstudag.
Athugasemdir