Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   lau 10. ágúst 2024 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik: Ekki margir leikmenn sem geta þetta
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum í dag. Þetta er líklega ein okkar besta frammistaða í sumar," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-2 sigur gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag,

„Þetta var mjög skemmtilegur leikur. Við hefðum getað gert þetta auðveldara fyrir okkur en enduðum vel og náðum í þrjú stig. Það er það sem skiptir máli."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Þór/KA

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, sem er 17 ára gömul, átti stórleik í liði Breiðabliks. Hún skoraði stórglæsilegt og mikilvægt mark og kom að öðrum mörkum líka.

„Ása er að verða betri með hverjum leiknum. Hún er að fá meira sjálfstraust. Sendingin hennar í fjórða markinu var stórkostleg. Það eru ekki margir leikmenn sem ég hef þjálfað geta þetta en hún er ein þeirra. Hún átti mjög góðan leik."

Hrafnhildur Ása er mjög efnilegur leikmaður en Nik segir hana enn vera að læra. Allir sóknarleikmenn Breiðabliks áttu mjög góðan leik.

„Fyrir liðið allt var þetta einn okkar besti leikur," segir Nik.

Breiðablik er núna í öðru sæti, einu stigi á eftir Val. Toppbaráttan er gríðarlega spennandi. „Þetta verður skemmtilegt í framhaldinu," segir Nik en hann vonast til að sínar stelpur hefni fyrir síðasta tap gegn Val í bikarúrslitunum næsta föstudag.


Athugasemdir
banner
banner