Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   lau 10. ágúst 2024 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik: Ekki margir leikmenn sem geta þetta
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum í dag. Þetta er líklega ein okkar besta frammistaða í sumar," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-2 sigur gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag,

„Þetta var mjög skemmtilegur leikur. Við hefðum getað gert þetta auðveldara fyrir okkur en enduðum vel og náðum í þrjú stig. Það er það sem skiptir máli."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Þór/KA

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, sem er 17 ára gömul, átti stórleik í liði Breiðabliks. Hún skoraði stórglæsilegt og mikilvægt mark og kom að öðrum mörkum líka.

„Ása er að verða betri með hverjum leiknum. Hún er að fá meira sjálfstraust. Sendingin hennar í fjórða markinu var stórkostleg. Það eru ekki margir leikmenn sem ég hef þjálfað geta þetta en hún er ein þeirra. Hún átti mjög góðan leik."

Hrafnhildur Ása er mjög efnilegur leikmaður en Nik segir hana enn vera að læra. Allir sóknarleikmenn Breiðabliks áttu mjög góðan leik.

„Fyrir liðið allt var þetta einn okkar besti leikur," segir Nik.

Breiðablik er núna í öðru sæti, einu stigi á eftir Val. Toppbaráttan er gríðarlega spennandi. „Þetta verður skemmtilegt í framhaldinu," segir Nik en hann vonast til að sínar stelpur hefni fyrir síðasta tap gegn Val í bikarúrslitunum næsta föstudag.


Athugasemdir