Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 10. ágúst 2024 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik: Ekki margir leikmenn sem geta þetta
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum í dag. Þetta er líklega ein okkar besta frammistaða í sumar," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-2 sigur gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag,

„Þetta var mjög skemmtilegur leikur. Við hefðum getað gert þetta auðveldara fyrir okkur en enduðum vel og náðum í þrjú stig. Það er það sem skiptir máli."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Þór/KA

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, sem er 17 ára gömul, átti stórleik í liði Breiðabliks. Hún skoraði stórglæsilegt og mikilvægt mark og kom að öðrum mörkum líka.

„Ása er að verða betri með hverjum leiknum. Hún er að fá meira sjálfstraust. Sendingin hennar í fjórða markinu var stórkostleg. Það eru ekki margir leikmenn sem ég hef þjálfað geta þetta en hún er ein þeirra. Hún átti mjög góðan leik."

Hrafnhildur Ása er mjög efnilegur leikmaður en Nik segir hana enn vera að læra. Allir sóknarleikmenn Breiðabliks áttu mjög góðan leik.

„Fyrir liðið allt var þetta einn okkar besti leikur," segir Nik.

Breiðablik er núna í öðru sæti, einu stigi á eftir Val. Toppbaráttan er gríðarlega spennandi. „Þetta verður skemmtilegt í framhaldinu," segir Nik en hann vonast til að sínar stelpur hefni fyrir síðasta tap gegn Val í bikarúrslitunum næsta föstudag.


Athugasemdir
banner
banner