Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   fös 10. september 2021 12:11
Elvar Geir Magnússon
Af hverju að láta besta hægri bakvörð heims spila á miðjunni?
Liverpool heimsækir Leeds í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Eins og oft áður var margt áhugavert sem fram kom í máli Þjóðverjans.

Hann skaut meðal annars á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands sem lét Trent Alexander-Arnold byrja á miðjunni gegn Andorra í liðnum landsleikjaglugga.

„Ef þú horfir á leikina okkar sérðu að staða Trent hefur þegar breyst, ekki í öllum leikjum en þegar það er möguleiki. Það er því engin þörf á því að gera hann að miðjumanni," segir Klopp.

„Af hverju ættir þú að gera besta hægri bakvörð í heimi að miðjumanni? Ég skil það ekki."

Þá segir Klopp að ef Trent myndi spila á miðjunni þá væri hann betri sem varnartengiliður en 'átta'.

Á fréttamannafundinum gagnrýndi hann einnig hugmyndir FIFA um að HM verði á tveggja ára fresti en ekki fjögurra ára. Hann segir að leikjaálagið á fótboltamenn sé þegar komið út fyrir öll velsæmismörk.

Sjá einnig:
Klopp veit ekki enn hvort Brassarnir fái að spila
Athugasemdir
banner