Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. september 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar spenntur: Tekin ákvörðun á leikdegi með þessa þrjá
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli eftir að hafa fengið aðhlynningu í U21 landsleiknum.
Atli eftir að hafa fengið aðhlynningu í U21 landsleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður deildarinnar.
Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun hefst 20. umferðin í Pepsi Max-deild karla. Á meðal leikja er viðureign Víkings og HK sem fer fram á Víkingsvelli og hefst klukkan 17:00.

Víkingur er í harðri toppbaráttu, tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Fótbolti.net heyrði í Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, í dag og spurði hann út í leikinn á morgun.

„Bara þetta klassíska, mjög vel, ef þú ert ekki spenntur núna að vera Víkingur þá veit ég ekki hvenær þú átt að vera spenntur," sagði Arnar um komandi leik gegn HK.

„Það verður held ég mikil taugaspenna held ég í þessari umferð, bæði í okkur og HK-mönnum. Liðin eru á sitthvorum endanum á töflunni. Þetta hafa verið hörkuleikir við HK í gegnum tíðina og þrátt fyrir að vera í fallbaráttu eru þeir með mjög sterkt lið og með sterka einstaklinga. Við þurfum að hafa góðar gætur á þeirra eiginleikum en jafnframt ekki missa sjónar á því hvað hefur fært okkur á þann stað sem við erum á."

Rólegt sjálfstraust
Hvað hafiði verið að gera í landsleikjahléinu?

„Þetta hefur verið mjög tricky tímabil. Fyrri vikan var meira svona hálfgert frí þó menn hafi verið að æfa. Það var alveg augljóst að það var ekki sama ákefð eins og venjulega, sem vara allt í lagi. Menn fengu að gera svolítið að gera æfingarnar á sínu tempói. Ef einhver fannst hann þurfa að gera meira þá gerði hann það. Ef einhver fannst hann þurfa að hvíla þá gerði hann það."

„Svo um leið og við hittumst aftur á mánudaginn þá var það bara 'all-in'. Ég skynja að það er þvílík einbeiting og hungur í strákunum, eins og er búið að vera í allt sumar. Það má segja að þetta sé rólegt sjálfstraust."


Sölvi í banni og þrír tæpir
Hvernig er staðan á hópnum?

„Sölvi [Geir Ottesen er í banni, Niko [Nikolaj Hansen] er ekki ennþá orðinn 100 prósent, Ingvar [Jónsson] er smá að ströggla og Atli [Barkarson] fékk höfuðhögg í U21 leiknum. Við erum að vega og meta hvort hann verði klár eða ekki."

„Einhverjir meiddir en það mæta alltaf ellefu til leiks. Það verður tekin ákvörðun á leikdegi með þessa þrjá hvort þeir verða með. Maður vill alltaf hafa alla æfandi á fullu 1-3 dögum fyrir leik en það hefur ekki verið málið."


Ótrúlega stoltur
Það voru nokkrir Víkingar með U21 landsliðinu í þessum glugga. Var gaman að sjá þá með því liði?

„Ég var ótrúlega stoltur. Fjórir Víkingar þar, hrikalega gaman fyrir þá að fá smjörþefinn. Menn spiluðu mismikið en að fá smjörþefinn af þessu 'leveli', þetta er allt annar fótbolti. Þetta snýst líka um að læra að hugsa um þig eins og atvinnumaður. Ég held það geri bara öllum mönnum gott að vera í svona umhverfi og líka bera sig saman við aðra leikmenn. Það er styttra en margir halda í að komast svo í A-liðið og þar af leiðandi komast lengra."

Þeir Atli Barkarson, Karl Friðleifur Gunnarsson, Viktor Örlygur Andrason og Kristall Máni Ingason eru Víkingarnir sem um ræðir. Þá er Ágúst Eðvald Hlynsson einnig í U21 hópnum og er hann fyrrum leikmaður Víkings.

Vissu að þeir væru með svaka 'potential' í höndunum
Atli Barkarson hefur spilað lykilhlutverk með Víkingi í sumar og spilaði allan leikinn í báðum leikjum U21 árs landsliðsins. Hefur hann farið fram úr væntingum Arnars frá því að hann gekk í raðir Víkings fyrir tímabilið í fyrra?

„Við vissum alltaf að við værum með svaka 'potential' í höndunum og í fyrra var ekkert óeðlilegt að það myndi taka smá tíma fyrir hann að ná áttum og fóta sig í Víkingi af því ég geri miklar kröfur til minna varnarmanna bæði sóknar- og varnarlega."

„Mér fannst bara spurning um hvenær hann myndi ná þessum stöðugleiki. Það besta við hann líka er að hann getur ennþá bætt sig töluvert á nánast öllum sviðum; verið með betri staðsetningar í varnarleik og betri krossa sem dæmi. Hann er mikill fagmaður og mjög flottur strákur í alla staði,"
sagði Arnar að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner