Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 10. september 2022 20:55
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: ÍR tapaði mikilvægum stigum - Grótta lagði Völsung
ÍR tapaði fyrir KH
ÍR tapaði fyrir KH
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta er í ágætis málum
Grótta er í ágætis málum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍR varð af mikilvægum stigum í baráttu sinni um að fara upp um deild er það tapaði fyrir KH, 4-3, í efri hluta 2. deildar kvenna í kvöld.

Leikur liðanna var gríðarlega spennandi en Sigríður Dröfn Auðunsdóttir kom KH yfir á 15. mínútu áður en Eva Stefánsdóttir jafnaði fyrir ÍR, sjö mínútum síðar. Lovísa Guðrún Einarsdóttir kom ÍR yfir á 41. mínútu en Harpa Sól SIgurðardóttir jafnaði fyrir KH áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

KH komst tveimur mörkum yfir í þeim síðari í gegnum Guðlaugu Ásgeirsdóttur og Bryndísi Eiríksdóttur. Margrét Sveinsdóttir minnkaði muninn þremur mínútum fyrir lok leiksins en lengra komust ÍR-ingar ekki.

KH er á botninum í riðlinum með 16 stig en ÍR í 4. sæti með 29 stig og ljóst að það gæti reynst erfitt að tryggja sæti í Lengjudeildina fyrir næstu leiktíð.

Grótta vann á meðan Völsung, 1-0. María Lovísa Jónasdóttir gerði eina markið rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Sterkur sigur hjá Gróttu sem er nú í 2. sæti með 31 stig þegar tveir leikir eru eftir.

Í neðri hlutanum gerðu Sindri og Einherji 1-1 jafntefli. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleiknum. Yoana Fernandez kom Einherji yfir á 11. mínútu en Jovana Milinkovic jafnaði úr vítaspyrnu á 36. mínútu. Einherji er á toppnum í neðri hlutanum með 19 stig en Sindri í öðru sæti með 17 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Efri hluti:

ÍR 3 - 4 KH
1-0 Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('15 )
1-1 Eva Stefánsdóttir ('22 )
2-1 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('41 )
2-2 Harpa Sól Sigurðardóttir ('44 )
2-3 Guðlaug Ásgeirsdóttir ('54 )
2-4 Bryndís Eiríksdóttir ('82 , Mark úr víti)
3-4 Margrét Sveinsdóttir ('87 )
Rautt spjald: Þorleifur Óskarsson , ÍR ('87)

Völsungur 0 - 1 Grótta
0-1 María Lovísa Jónasdóttir ('79 )

Neðri hluti:

Sindri 1 - 1 Einherji
0-1 Yoana Peralta Fernandez ('11 )
1-1 Jovana Milinkovic ('36 , Mark úr víti)
2. deild kvenna - úrslitakeppni
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner