lau 10. september 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef ég væri Valsari væri ég aðallega pirraður út í Pedersen"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur tapaði 1-0 gegn Breiðablik á mánudaginn síðastliðinn í Bestu deildinni. Liðið var án nokkura sterkra leikmanna.


Sæbjörn Steinke fór yfir leikina um síðustu helgi í Innkastinu ásamt Sigurði Orra og Sverri Mar.

Patrik Pedersen var meðal annars fjarverandi en hann tók út leikbann eftir að hafa fengið gult spjald gegn Fram í umferðinni á undan. Sigurður Orri furðaði sig á því spjaldi.

„Ef ég væri Valsari þá væri ég aðallega pirraður út í Patrick Pedersen í síðasta leik, að taka á sig bann. Tekur algjöran framherja eltingasprett í síðasta leik, brýtur út á kanti og er í banni í þessum. Þeir hefðu heldur betur getað nýtt hann í gær,"  sagði Sigurður.

„Það var sýnilegt að það hentar ekki að hafa Aron fremstan þó hann geti nú alveg spilað frammi. Hann þurfti að vera dýpra því þetta var kannski meiri varnarleikur en Valur er kannski vannt að gera," sagði Sæbjörn.


Innkastið - Níu eða tíu fingur og eitt stykki Beershot
Athugasemdir
banner
banner
banner