Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. október 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Gylfi: Man ekki eftir síðasta tapi heima í undankeppni
Icelandair
Gylfi í leik á Laugardalsvelli.
Gylfi í leik á Laugardalsvelli.
Mynd: Eyþór Árnason
Gylfi Þór Sigurðsson vonast til að stuðningsmenn Íslands fái að upplifa enn eitt frábæra kvöldið á Laugardalsvelli á morgun þegar Frakkar koma í heimsókn í undankeppni EM.

Laugardalsvöllur hefur verið algjört vígi fyrir íslenska landsliðið undanfarin ár.

„Síðustu 5-6 árin hefur verið erfitt að vinna okkur heima, sérstaklega í undankeppnum. Við vorum að ræða um þetta um daginn og ég man ekki hvenær við töpuðum síðast í undankeppninni á heimavelli. Vonandi heldur það áfram," sagði Gylfi á fréttamannafundi í dag.

„Andrúmsloftið á vellinum hefur verið frábært og það er oftast uppselt. Það hefur verið jákvæð stemning í kringum liðið, sérstaklega hérna heima."

„Það er mikilvægt að fá stuðning hérna heima og sérstaklega á morgun. Vonandi verður þetta gott kvöld á vellinum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner