Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. október 2020 11:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekkert vesen að gíra sig upp til að ná í fyrsta sigurinn gegn Danmörku"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag þar sem umræðuefnið var viðureign Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Ísland hefur aldrei unnið Danmörku í landsleik.

Ísland vann Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins á fimmtudagskvöld og mætir Ungverjum í úrslitaleik þann 12. nóvember í Búdapest.

Hvernig er að gíra sig upp í leikinn gegn Danmörku eftir þennan erfiða og mikilvæga Rúmeníu leik?

„Auðvitað fór mikil orka í Rúmeníu leikinn en það er ekkert vesen að gíra sig upp til að spila á móti Danmörku og ná fyrsta sigrinum gegn Dönum. Erik nefndi það að Rúmeníuleikurinn var mikilvægasti leikurinn. Það er samt full fókus á Dana leikinn núna. Við vitum að leikurinn verður erfiður, sterkt lið með sterka heild og mikið af góðum einstaklingum. Lið sem verst vel og sækir vel en einhverjir punktar í því sem við fórum yfir sem við ætlum að nýta okkur."

Er horft á þennan leik til að ná takti hjá hópnum fyrir Ungverjalandi þar sem flestir eru klárir í slaginn?

„Auðvitað er það hluti af því. Það er langt síðan þessi hópur spilaði saman og mikilvægt að fá annan leik saman upp á Ungverjaleikinn að gera. Svo kemur bara í ljós hvort að áherslurnar á morgun verða þær sömu og gegn Ungverjum. Fyrst og fremst ætlum við að vinna leikinn á morgun," sagði Aron að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner