Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 10. október 2020 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samtal við Herrera varð til þess að Cavani skrifaði undir hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani skrifaði undir samning við Manchester United á lokadegi félagaskiptagluggans.

Cavani hafði verið án félags síðan í sumar þegar samningur hans við PSG rann út. Hann hafði verið orðaður við spænsk félög sem og Benfica í Portúgal. Á endanum varð Manchester United fyrir valinu hjá þessum 33 ára markahróki.

Cavani segist hafa rætt við Ander Herrera, fyrrum samherja sinn hjá PSG og fyrrum leikmann Manchester United, rétt áður en hann ákvað að skrifa undir í Manchester.

„Já ég talaði mikið við Ander sem og við aðra liðsfélaga eins og Angel Di Maria," sagði Cavani.

„Það var að styttast óðfluga í lok gluggans þegar ég hringdi í Ander til að ræða við hann. Ég hef mikla virðingufryir Ander og manneskjuna sem hann hefur að geyma. Ég hafði þá tilfinningu að orð hans mynd hjálpa mér, með því að segja mér frá tímanum hjá United."

„Svo já, það er satt að eftir að ég ræddi við Ander þá náðum við samkomulagi hér við félagið. Ég og Ander urðum góðir vinir í París og erum enn mjög góðir félagar,"
bætti Cavani við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner