Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 10. október 2021 11:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best 2021 - Sú sem stóð upp úr hjá meisturunum
Mist Edvardsdóttir (Valur)
Mist Edvardsdóttir.
Mist Edvardsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimavöllurinn valdi Mist Edvardsdóttur, varnarmann Íslandsmeistara Vals, sem leikmann ársins í Pepsi Max-deild kvenna árið 2021.

Sjá einnig:
Heimavöllurinn: PEPSI MAX UPPGJÖR 2021

„Ég held að það sé mjög verðskuldað. Þetta tímabil sem hún átti var stórkostlegt. Hún var sú sem stóð upp úr í Valsliðinu," sagði Sæbjörn Þór Steinke í Heimavellinum.

„Ég get alveg tekið undir þetta. Valsliðið var frábært. Hún var mjög 'solid' allt tímabilið og er vel að þessu komin," sagði Helga Katrín Jónsdóttir.

„Það myndi enginn mótmæla þessu. Ég fæ örugglega ekki marga haturpósta eftir þetta," sagði Hulda Mýrdal.

Mist var frábær í vörn Vals í sumar en hún hefur gengið í gegnum mikið á lífsleiðinni og alltaf komið sterkari til baka. Sannkölluð fyrirmynd.

Sjá einnig:
Úrvalslið og þjálfari ársins
Heimavöllurinn: Allt um Íslandsmeistaratitilinn með Mist Edvards og Ásdísi Karen
Heimavöllurinn: PEPSI MAX UPPGJÖR 2021
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner