Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 10. október 2021 17:47
Brynjar Ingi Erluson
Perry og Jón Stefán taka við Þór/KA (Staðfest)
Kvenaboltinn
Perry og Jón Stefán gerðu þriggja ára samning við Þór/KA
Perry og Jón Stefán gerðu þriggja ára samning við Þór/KA
Mynd: Þór/KA
Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson stýra Þór/KA næstu þrjú árin en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag.

Andri Hjörvar Albertsson var látinn taka poka sinn á dögunum eftir að félagið nýtti sér uppsagnarákvæði í samningnum.

Perry og Jón Stefán hafa nú gert samkomulag um að þjálfa liðið næstu þrjú árin.

Perry kom fyrst hingað til lands árið 2019 og var aðstoðarþjálfari Gregg Ryder hjá karlaliði Þórs. Hann hefur einnig komið að markvarðarþjálfun hjá félaginu og mun að einhverju leyti halda því áfram.

Hann var þá aðstoðarþjálfari Þórs/KA og hefur sinnt því starfi síðastliðin tvö ár.

Jón Stefán hefur starfað við þjálfun í sautján ár. Hann hefur starfað sem íþróttafulltrúi Þórs frá 2019 og var þá aðstoðarþjálfari karlaliðsins á nýafstöðnu tímabili.

Þór/KA hafnaði í 6. sæti Pepsi Max-deildar kvenna í sumar með 22 stig.
Athugasemdir
banner