Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 10. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er örugglega ansi sérstakt fyrir þá"
Icelandair
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru bræður saman í íslenska landsliðshópnum að þessu sinni; Brynjólfur og Willum Þór Willumssynir.

„Ég hef spilað með mörgum af þessum strákum í yngri landsliðunum og þekki þá mjög marga. Bróðir minn er hérna og það er ekkert erfitt að aðlagast. Maður er bara slakur," sagði Brynjólfur í samtali við Fótbolta.net á dögunum.

„Það er alltaf þægilegt að hafa brósa með sér. Við vorum saman í U21 en það er geggjað að vera saman í A-landsliðinu. Við hittumst ekki oft og það er mjög skemmtilegt að vera með honum hérna."

Brynjólfur er í fyrsta sinn í A-landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Hann var valinn í hópinn sem mætir Wales og Tyrklandi hér heima á Laugardalsvelli. Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði, var spurður út í þá bræður á fréttamannafundi í dag.

„Það er örugglega ansi sérstakt fyrir þá að vera tveir saman bræður í liðinu. Þeir eru flottir leikmenn sem geta vonandi gefið okkur eitthvað í þessum tveimur leikjum," sagði Jóhann Berg á fundinum.

„Brynjólfur hefur verið að spila vel í Hollandi en ég held að hann hafi verið í banni í síðasta leik. Þeir eru flottir. Willum er líka að gera gríðarlega vel með Birmingham."

Ísland mætir Wales annað kvöld í mjög svo áhugaverðum leik í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner