Vangelis Pavlidis tók sorgarbandið af sér og lyfti því upp fyrir framan stuðningsmenn gríska landsliðsins
Grikkland vann frækinn 2-1 sigur á Englandi í B-deild Þjóðadeildarinnar á Wembley í kvöld en Vangelis Pavlidis, leikmaður Benfica, skoraði bæði mörk Grikkja. Heimir Hallgrímsson náði þá í fyrsta sigur sinn sem þjálfari Írlands er þjóðin vann Finnland, 2-1, á útivelli.
Leikurinn var tilfinningaþrungin stund fyrir báðar þjóðir. Hinn 31 árs gamli George Baldock lét lífið í gær eftir að hafa drukknað í sundlaug á heimili sínu í Aþenu.
Baldock er fæddur og uppalinn í Englandi, en elti landsliðsdrauminn til Grikklands þar sem hann er af grískum ættum. Hann lék 12 landsleiki fyrir Grikkland á tveimur árum sínum í landsliðinu.
Samþykkt var að spila með sorgarbönd til minningar um Baldock.
Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Vangelis Pavlidis sem tók forystuna fyrir Grikki. Hann fagnaði markinu og minntist Baldock með því að halda á lofti treyju hans fyrir framan áhorfendur á Wembley.
Á lokamínútum leiksins setti Pavlidis boltann í netið í annað sinn í leiknum en var dæmdur rangstæður. Aðeins mínútu síðar jafnaði Jude Bellingham metin eftir stoðsendingu Dominic Solanke.
Pavlidis, sem var gríðarleg ógn í sókn Grikkja í leiknum, tryggði gestunum sigurinn seint í uppbótartíma eftir skelfilegan varnarleik hjá enska liðinu og þar við sat.
Fyrsti sigur Grikklands á Englandi staðreynd og liðið nú í efsta sæti með 9 stig en England í öðru með 6 stig.
Írland, sem leikur í sama riðli, vann á meðan 2-1 sigur á Finnlandi, en þetta var fyrsti sigur liðsins í keppninni undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.
Heimamenn í Finnlandi komust í 1-0 á 17. mínútu en Liam Scales jafnaði á 57. mínútu áður en Robbie Brady tryggði sigurinn með marki á 88. mínútu.
Þetta voru fyrstu stig Írlands sem er með 3 stig í 3. sæti.
Erling Braut Haaland setti þá markamet er Noregur vann 3-0 sigur á Slóveníu.
Haaland skoraði tvö í leiknum og bætti markamet Jörgen Juve með norska landsliðinu, en Haaland er nú kominn með 34 mörk í 36 landsleikjum.
Í A-deildinni vann Frakkland 4-1 sigur á Ísrael. Eduardo Camavinga, Christopher Nkunku, Matteo Guendouzi og Bradley Barcola skoruðu mörk Frakka sem eru með 6 stig í riðli 2.
Ítalía og Belgía gerðu 2-2 jafntefli í Róm. Andrea Cambiaso og Mateo Retegui komu Ítölum í 2-0 áður en Lorenzo Pellegrini fékk að líta rauða spjaldið.
Maxim De Cuyper minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks áður en Leandro Trossard jafnaði metin þegar hálftími var til leiksloka. Ítalir eru á toppnum með 7 stig en Belgar í þriðja sæti með 4 stig.
A-deild:
Ísrael 1 - 4 Frakkland
0-1 Eduardo Camavinga ('7 )
1-1 Omri Gandelman ('24 )
1-2 Christopher Nkunku ('28 )
1-3 Matteo Guendouzi ('87 )
1-4 Bradley Barcola ('89 )
Ítalía 2 - 2 Belgía
1-0 Andrea Cambiaso ('1 )
2-0 Mateo Retegui ('24 )
2-1 Maxim De Cuyper ('42 )
2-2 Leandro Trossard ('61 )
Rautt spjald: Lorenzo Pellegrini, Italy ('38)
B-deild:
England 1 - 2 Grikkland
0-1 Vangelis Pavlidis ('49 )
1-1 Jude Bellingham ('87 )
1-2 Vangelis Pavlidis ('90 )
Finnland 1 - 2 Írland
1-0 Joel Pohjanpalo ('17 )
1-1 Liam Scales ('57 )
1-2 Robbie Brady ('88 )
Austurríki 4 - 0 Kasakstan
1-0 Christoph Baumgartner ('10 )
2-0 Philipp Lienhart ('53 )
3-0 Marcel Sabitzer ('56 )
4-0 Matthias Seidl ('79 )
Noregur 3 - 0 Slóvenía
1-0 Erling Haaland ('7 )
2-0 Alexander Sorloth ('52 )
3-0 Erling Haaland ('62 )
C-deild:
Lettland 0 - 3 N-Makedónía
0-1 Jani Atanasov ('35 )
0-2 Lirim Qamili ('70 )
0-3 Eljif Elmas ('90 )
Færeyjar 2 - 2 Armenía
1-0 Jann Julian Benjaminsen ('37 )
1-1 Lucas Zelarrayan ('44 )
2-1 Joannes Bjartalid ('85 )
2-2 Gor Manvelyan ('90 )
D-deild:
Moldóva 2 - 0 Andorra
1-0 Artur Ionita ('31 )
2-0 Maxim Cojocaru ('90 )
Gíbraltar 1 - 0 San Marínó
1-0 Ethan Britto ('62 )
Athugasemdir