sun 10. nóvember 2019 14:26
Brynjar Ingi Erluson
Hermann og Campbell úr leik í bikarnum
Southend United er úr leik í FA-bikarnum eftir óvænt 1-0 tap gegn Dover í dag.

Sol Campbell og Hermann Hreiðarsson tóku við Southend þann 22. október en þetta er fjórði tapleikur liðsins frá því þeir tóku við.

Liðið mætir Dover Athletic í FA-bikarnum í dag og töpuðu en sigurmarkið kom undir lok leiks frá Ruel Sotiriou.

Dover leikur í fimmtu efstu deild Englands á meðan Southend er í C-deildinni.

Næsti leikur liðsins er gegn AFC Wimbledon eftir þrjá daga.
Athugasemdir
banner