Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. nóvember 2020 20:40
Aksentije Milisic
Leikmönnum á Ítalíu bannað að fara í landsliðsverkefni
Mynd: Getty Images
Leikmönnum frá sex félagsliðum í Seríu A deildinni á Ítalíu hefur verið bannað að fara í landsliðverkefni og eiga leikmennirnir að vera eftir hjá sínum liðum. Þetta er gert vegna kórónuveirufaraldursins.

Roma, Inter Milan, Fiorentina, Genoa, Sassuolo og Lazio eru með hið minnsta einn leikmann eða starfsmann sem er með veiruna, sem þýðir að allir aðrir þurfa einnig að fara í sóttkví.

Leikmenn geta ekki farið í landsliðsverkefni og þurfa að fara í 10 daga sóttkví.

Fiorentina var fyrsta liðið til að banna leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni en Jose Callejon greindist þá með veiruna.

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum þá geta þeir Ciro Immobile, Domenico Criscito og Nicolo Barella ekki spilað með landsliðum sínum og leikmenn eins og Edin Dzeko, Alexis Sanchez, Romelu Lukaku, Ivan Perisic og Arturo Vidal eru einnig ólíklegir til þess að fá að spila.
Athugasemdir
banner
banner