Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   þri 10. nóvember 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Ólíklegt að skiptingum verði fjölgað í ensku úrvalsdeildinni
Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, telur ekki líklegt að skiptingum í leikjum verði fjölgað í fimm á hvert lið.

Fimm skiptingar eru í mörgum deildum Evrópu á þessu tímabili til að takast betur á við mikið leikjaálag.

Félögin í ensku úrvalsdeildinni kusu tvívegis um málið fyrir tímabilið en tillagan um að fjölga skiptingum í fimm gekk ekki í gegn.

Eftir leik Manchester City og Liverpool um helgina lýsti Pep Guardiola því yfir að hann og Jurgen Klopp hafi rætt það eftir leik að fjölga þurfi skiptingum. Það virðist þó ekki vera í kortunum.

„Það er búið að kjósa tvisvar. Ég sé ekki að þetta breytist í nánustu framtíð," sagði Masters í dag.
Athugasemdir