Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. nóvember 2020 10:41
Örvar Arnarsson
Yfirgefa Ágsborg á morgun og halda til Búdapest
Icelandair
Alfreð Finnbogason á heimavelli á æfingu í Ágsborg.
Alfreð Finnbogason á heimavelli á æfingu í Ágsborg.
Mynd: KSÍ
Íslenski landsliðshópurinn er í æfingabúðum í Ágsborg í Þýskalandi þar sem undirbúningur fer fram fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi.

Æft er á æfingasvæði þýska úrvalsdeildarfélagsins Augsburg en Alfreð Finnbogason leikur með liðinu. Alfreð hjálpaði til við að skipuleggja æfingabúðirnar eins og kom fram á fréttamannafundi fyrir helgi.

KSÍ birti myndir frá æfingu íslenska liðsins á samfélagsmiðlum í gær og eins og sjá má var þétt þoka þegar æft var.

Íslenski hópurinn heldur til Búdapest á morgun og æfir á keppnisvellinum glæsilega.

Klukkan 19:45 á fimmtudagskvöld verður leikur Ungverjalands og Íslands. Leikið verður til þrautar og sigurliðið leikur á EM á næsta ári. Arnór Ingvi Traustason verður ekki með í leiknum á fimmtudag eins og greint var frá í gær en smit kom upp í félagsliði hans, Malmö í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner