Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. nóvember 2022 19:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Man Utd og Aston Villa: Dubravka og Maguire byrja en Ronaldo ekki í hóp
Mynd: EPA
Síðasti leikur umferðarinnar í enska deildabikarnum hefst kl 20. Þá mætast Manchester United og Aston Villa en byrjunarliðin voru að detta í hús.

Liðin áttust við um helgina en þá hafði Aston Villa betur, 3-1, í fyrsta leik Unai Emery undir stjórn félagsins.

Bæði lið gera sex breytingar á byrjunarliðunum frá því um helgina.

Martin Dubravka byrjar sinn fyrsta leik fyrir United og þá er enski landsliðsmaðurinn Harry Maguire með Victor Lindelöf í miðverði. Cristiano Ronaldo er ekki í hópnum í kvöld.

Danny Ings kemur m.a. inn í byrjunarlið Aston Villa frá leiknum um helgina.

Aston Villa: Olsen, Young, Konsa, Chambers, Augustinsson, Ramsey, Kamara, Douglas Luiz, McGinn, Watkins, Ings.

Varamenn: Martinez, Cash, Mings, Sanson, Buendia, Nakamba, Digne, Bailey, Archer.

Man Utd: Dubravka, Dalot, Lindelof, Maguire, Malacia, McTominay, Fred, Van de Beek, Fernandes, Rashford, Martial.

Varamenn: De Gea, Martinez, Shaw, Casemiro, Eriksen, Pellistri, Elanga, Garnacho, Shoretire


Athugasemdir
banner
banner