Aðeins tveir leikmenn í topp fimm deildunum í Evrópu eru komnir með tíu mörk og tíu stoðsendingar í öllum keppnum á þessu tímabili en það vekur mesta athygli að báðir þeirra koma frá Egyptalandi.
Mohamed hefur skorað 10 mörk og gefið 10 stoðsendingar í öllum keppnum með Liverpool á tímabilinu.
Hann skoraði og lagði upp í 2-0 sigri Liverpool á Aston Villa í gær en það stefnir allt í að þetta verði eitt hans besta tímabil með liðinu.
Samlandi hans, Omar Marmoush, hefur einnig náð þessum áfanga, en hann er kominn með 14 mörk og 10 stoðsendingar með Eintracht Frankfurt.
Hann, eins og Salah, var frábær um helgina. Marmoush skoraði glæsilegt aukaspyrnu mark og lagði þá upp eitt í 3-2 sigrinum á Stuttgart í dag.
Þeir tveir eru liðsfélagar í egypska landsliðinu og er jafnvel orðrómur um það að Marmoush gæti tekið við af Mohamed Salah þegar samningur þess síðarnefnda rennur út á næsta tímabili.
Þriðji leikmaðurinn til að komast í hóp með Marmoush og Salah er brasilíski vængmaðurinn Raphinha sem er kominn með 14 mörk og 9 stoðsendingar í öllum keppnum.
?? | QUICK STAT
— Sofascore Football (@SofascoreINT) November 10, 2024
Only two players have now recorded 10+ goals and 10+ assists for a club from Europe's top 5 leagues this season:
• Mohamed Salah (10 ?? & 10 ?????)
• Omar Marmoush (14 ?? & 10 ?????)
It's and Egyptian thing. ???????????? pic.twitter.com/8BPIjApbOp
Athugasemdir