Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 10. desember 2022 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Richards: Yrði stærsti sigur Englands á minni ævi
Mynd: Getty Images

Enska landsliðið mætir því franska í kvöld í 8-liða úrslitum á HM í Katar.


England hefur verið að gera góða hluti á udanförnum stórmótum en liðið tapaði í úrslitum á EM gegn Ítalíu í fyrra á heimavelli. Þá var liðið í fjórða sæti á HM fyrir fjórum árum.

Micah Richards skrifaði grein á Daily Mail þar sem hann sagði að ef England færi áfram yrði þetta stærsti sigur liðsins síðan hann fæddist.

„Ef England vinnur Frakkland verður þetta stærsti sigur sem þeir hafa náð á erlendri grundu. Ég myndi meira segja fara svo langt að segja að þetta yrði besti sigur Englands á minni ævi," sagði Richards.

„Að vinna meistarana, sem er með besta leikmann í heimi, Kylian Mbappe, ekki á Wembley yrði stórkostlegt."

Hann nefnir að sigrar Englands á risaþjóðum í útsláttakeppnum hefur verið á heimavelli. Gegn Spáni á EM 96 og gegn Þýskalandi í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner