Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 10. desember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Gaal hættur í þjálfun (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Samningur Louis van Gaal við hollenska sambandið rann út eftir að liðið féll úr leik á HM og mun ekki vera framlengdur.


Van Gaal staðfesti það eftir tapið gegn Argentínu í gær að hann sé hættur í þjálfun. Hann hættir eftir 36 ára feril.

„Nei ég er hættur að vera þjálfari. Ég gerði þetta bara fyrir þjóðina mína, þetta var neyðartilvik og ég skuldbatt mig við það," sagði Van Gaal.

Hann stýrði hollenska landsliðinu þrisvar. Fyrst frá 2000-2001, síðan 2012-2014 áður en hann tók við Manchester United en hann var rekinn þaðan árið 2016.

Þá sagðist hann vera hættur í þjálfun en tók við hollenska landsliðinu í þriðja sinn í fyrra eftir að Frank de Boer hætti eftir slakt gengi á EM.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner