Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 10. desember 2023 22:09
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Girona á toppinn eftir fjögur mörk á Nývangi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Barcelona tók á móti spútnik liði Girona í toppbaráttu spænsku deildarinnar í stórleik helgarinnar og úr varð gríðarlega skemmtilegur slagur.

Leikurinn var galopinn og fengu bæði lið mikið af góðum færum til að skora, en nýtingin var betri hjá gestunum úr Girona. Þeim tókst að skora fjögur mörk á Nývangi.

Artem Dovbyk kom Girona yfir snemma leiks en Robert Lewandowski jafnaði og fengu Börsungar dauðafæri til að taka forystuna sem fóru forgörðum. Þess í stað skoraði Miguel Gutierrez glæsilegt mark undir lok fyrri hálfleiks og leiddu gestirnir 1-2.

Börsungar stjórnuðu ferðinni stærsta hluta síðari hálfleiks en þeim tókst ekki að jafna metin. Þeir voru orðnir galopnir á lokakaflanum þegar Girona tvöfaldaði forystuna sína eftir langt útspark frá markverði, en maður-á-mann vörnin hjá Barca klikkaði og gerði Valery Fernandez kleift að skora.

Ilkay Gündogan minnkaði muninn á ný fyrir heimamenn í uppbótartíma, en Cristhian Stuani gekk endanlega frá Börsungum með marki á 95. mínútu eftir stoðsendingu frá Sávio.

Paulo Gazzaniga, markvörður Girona, átti stórleik í kvöld. Girona er með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar, á meðan Barcelona situr í fjórða sæti - sjö stigum á eftir.

Það fór annar leikur fram síðdegis þegar Cadiz og Osasuna gerðu 1-1 jafntefli í neðri hluta deildarinnar.

Barcelona 2 - 4 Girona
0-1 Artem Dovbyk ('12 )
1-1 Robert Lewandowski ('19 )
1-2 Miguel Gutierrez ('40 )
1-3 Valery Fernandez ('80 )
2-3 Ilkay Gundogan ('91 )
2-4 Christian Stuani ('95 )

Cadiz 1 - 1 Osasuna
1-0 Roger Marti ('19 )
1-1 Ante Budimir ('70 , víti)

[Girona FC] Celebrations from Girona players after winning against Barcelona for the first time in the club's history.
byu/Delmer9713 insoccer

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner
banner
banner