Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   þri 10. desember 2024 20:08
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Liverpool gegn Girona: Gravenberch enn og aftur maður leiksins - Robertson bestur hjá UEFA
Sky gaf Gravenberch hæstu einkunn
Sky gaf Gravenberch hæstu einkunn
Mynd: Getty Images
Robertson var valinn bestur hjá UEFA
Robertson var valinn bestur hjá UEFA
Mynd: EPA
Breski miðillinn Sky Sports valdi hollenska miðjumanninn Ryan Gravenberch besta mann leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Girona í Meistaradeildinni í kvöld.

Gravenberch hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool og er orðinn nokkuð vanur því að vera valinn maður leiksins.

Sky gefur honum 8 fyrir frammistöðuna í kvöld, en hann fékk þó ekki verðlaunin frá UEFA, sem tók Andy Robertson fram yfir hann, en Robertson fær 7 frá Sky.

Luis Díaz, Mohamed Salah og Virgil van Dijk fá einnig sjöu, en slakasti maður Liverpool var úrúgvæski sóknarmaðurinn Darwin Nunez sem fær fimmu.

Argentínski markvörðurinn Paulo Gazzaniga var bestur í liði Girona með 8 í einkunn.

Girona: Gazzaniga (8), Frances (5), Juanpe (6), Krejci (6), Blind (6), van de Beek (5), Romeu (7), Gutierrez (6), Asprilla (7), Gil Salvatierra (6), Danjuma (6).
Varamenn: Stuani (6), Solis (n/a), Martin (n/a), Portu (6).

Liverpool: Alisson (6), Alexander-Arnold (6), Gomez (6), van Dijk (7), Robertson (7), Gravenberch (8), Jones (6), Salah (7), Szoboszlai (6), Diaz (7), Nunez (5).
Varamenn:Gakpo (6), Elliott (6).


Athugasemdir
banner
banner