banner
   lau 11. janúar 2020 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Mér finnst þetta ekkert sérstakt
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi ekki gefa mikið fyrir metið sem liðið setti í 1-0 sigrinum á Tottenham í kvöld.

Liverpool er fyrsta liðið í fimm stærstu deildunum í Evrópu til að vinna 20 af 21 leik mögulegum.

Enska liðið er að bæta hvert metið á fætur öðru en hann sér ekkert sérstakt við það.

„Þetta var baráttuleikur því við náðum ekki að loka leiknum snemma. Við hefðum átt að vera 2-0 yfir áður en við skoruðum markið okkar. Ef þú ert að mæta liði eins og Tottenham og þú nærð ekki að loka leiknum þá koma þeir til baka," sagði Klopp.

„Alisson lætur hlutina líta út fyrir að þeir séu auðveldir en það er ekki það sem við vildum. Það var mikil spenna, maður tapar boltanum og er að mæta einu besta skyndisóknarliði deildarinnar."

„Við þurftum Alisson í hjálpina í dag. Við vorum í smá basli í vörninni og í sumum leikjum hefur Alisson ekki mikið gera þegar við vinnum boltann hátt uppi. Þetta var fínt í dag en það er enginn möguleiki á að vinna leiki nema að verjast vel."

„Mér finnst þetta ekkert sérstakt. Við vitum af þessu og þetta er sérstakt en ég finn ekki fyrir því. Þegar einhver réttir þér bikar þá er þetta komið en þangað til höldum við áfram að berjast. Þetta er bara byrjunin. Við þurfum að halda áfram því liðin sem við erum að berjast við eru sterk. Pep Guardiola mun ekki gefast upp og það mun ég ekki gera heldur en þetta lítur ágætlega út samt sem áður,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner