mán 11. janúar 2021 08:24
Magnús Már Einarsson
Eze braut reglur - Fór að horfa á gömlu félagana
Eberechi Eze (lengst til vinstri) gæðir sér á mat í stúkunni.
Eberechi Eze (lengst til vinstri) gæðir sér á mat í stúkunni.
Mynd: Getty Images
Eberechi Eze, leikmaður Crystal Palace, gæti fengið refsingu eftir að hann mætti á leik hjá sínum gömlu félögum í QPR um helgina. Eze var í stúkunni í 2-0 tapi QPR gegn Fulham á laugardaginn.

Leikið er fyrir luktum dyrum en tíu aðilar mega mæta á leikinn og QPR bauð Eze sæti í stúkunni.

Eze er hins vegar að spila með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni og þar gilda harðar reglur vegna kórónuveirunnar. Leikmenn eiga ekki að vera á almannafæri til að minnka smithættu.

Fyrstu fréttir sögðu að Eze hefði fengið leyfi hjá enska knattspyrnusambandinu til að mæta en það ku ekki vera rétt og málið er til rannsóknar.

Enskir fjölmiðlar segja frá því að hinn 22 ára gamli Eze hafi ekki verið með grímu í stúkunni og ekki virt fjarlægðartakmarkanir við aðra.
Athugasemdir
banner
banner
banner