Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Færður framar á völlinn - „Veit að ég hef góðan fót"
Fékk allavega fjórum sinnum að fagna á tímabilinu
Fékk allavega fjórum sinnum að fagna á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Þór Hauksson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær. Alex er með A-landsliðinu sem mætir Úganda á miðvikudag.

Sjá einnig:
Vonin varð að veruleika - „Gaman að fá að máta sig við þessi lið"

Hann er leikmaður Öster og skoraði fjögur mörk á tímabilinu með sænska liðinu. Alex var ekki þekktur markaskorari sem leikmaður Stjörnunnar, en þar lék hann áður en hann fór til Svíþjóðar.

„Yfirleitt hefur það verið þannig að þjálfarar hafa haft þá venju að þegar liðið sækir þá er ég til baka og sé til þess að skýla þegar við fáum skyndisóknir eða annað á okkur. Þegar liðið er að sækja þá hefur maður verið varnarþenkjandi, klár í að vernda markið svo við fáum ekki mark í andlitið. Það gefur það klárlega í skyn að maður spilar aftarlega á vellinum," sagði Alex.

„Undir restina fór maður aðeins að prófa sig í þessu „áttu" hlutverki eða „box-to-box" ef maður fær að sletta. Þegar maður fór að komast inn í teiginn þá fóru skotin að hitta á markið og komast í þetta net. Það var mjög gaman en svo sem ekkert gríðarlega óvænt heldur. Ég veit að ég hef góðan fót, þarf bara að komast aðeins nær markinu til að láta á hann reyna," bætti Alex við.

Viðtal við Alex um tímabilið í Svíþjóð má sjá hér að neðan.
Græddi á því að hafa verið pirraður og fúll - „Varð sætara fyrir vikið"
Athugasemdir
banner
banner
banner