Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. janúar 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frestunin á leik Liverpool og Arsenal ekki rannsökuð frekar
Liverpool
Liverpool
Mynd: EPA
Ensku deildasamtökin (EFL) ætlar ekki að rannsaka frekar hvers vegna leik Liverpool og Arsenal í enska deildabikarnum var frestað í síðustu viku.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, viðurkenndi á sunnudag að leikmenn Liverpool hefðu fengið falska jákvæða niðurstöðu úr covid-prófum í síðustu viku.

Kynntu þér málið:
Klopp: Falskar niðurstöður og bara einn smitaður
Leik Arsenal og Liverpool frestað (Staðfest)

Leikurinn átti að fara fram á fimmtudaginn í síðustu viku en var færður þess í stað fram á fimmtudaginn í næstu viku. Það var Liverpool sem óskaði eftir frestunum vegna fjölda jákvæðra niðurstaðna í prófunum í síðustu viku.

Samkvæmt heimildum The Athletic voru nokkur félög ósátt við að Liverpool fékk frestun á leiknum og vildu að málið yrði rannsakað. Sömu félög fengu ekki að fresta leikjum á síðustu vikum vegna smita.

Deildasamtökin staðfestir að þau séu á þeirri línu að Liverpool hafi verið með góða ástæðu til þess að óska eftir frestun.

Arsenal og Liverpool mætast á fimmtudag í fyrri leik sínum í undanúrslitum enska deildabikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner