Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. janúar 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shevchenko að missa starfið?
Andriy Shevchenko.
Andriy Shevchenko.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko er sagður í hættu á að missa starf sitt hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Genoa.

Þetta segir ítalski fjölmiðlamaðurinn Gianluca Di Marzio; að Genoa sé að íhuga að reka hinn 45 ára gamla Shevchenko.

Genoa tapaði gegn Spezia um liðna helgi, 1-0. Shevchenko var ekki á hliðarlínunni þar eftir að hafa greinst með Covid, en það er engin miskunn í ítalska boltanum er kemur að knattspyrnustjórum og er þráðurinn oft stuttur.

Shevchenko tók við Genoa í nóvember og síðan þá hefur liðinu aðeins tekist að ná í þrjú stig í Serie A. Stigin þrjú komu úr þremur jafnteflisleikjum og á Shevchenko enn eftir að stýra liðinu til sigurs í deildinni.

Genoa er í næst neðsta sæti deildarinnar og verður Shevchenko mögulega atvinnulaus á næstunni.

Shevchenko stýrði áður úkraínska landsliðinu. Hann þekkir vel til í ítalska boltanum eftir að hafa spilað með AC Milan á sínum leikmannaferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner