Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. janúar 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill ekki sóa tíma sínum og ætlar að fara frá Millwall í janúar
Icelandair
Á landsliðsæfingu í Tyrklandi
Á landsliðsæfingu í Tyrklandi
Mynd: KSÍ
„Það leggst vel í mig að mæta Úganda, öðruvísi andstæðing en vanalega. Það er spennandi, sérstaklega með fullt ungum strákum og nýliðum. Við vitum örlítið um þá, virðast vera mjög þéttir til baka og agaðir sem er bara gott test fyrir okkur," sagði Jón Daði Böðvarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, í viðtali sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Leikur Íslands og Úganda hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma á morgun, miðvikudag.

„Þessir leikir eru virkilega mikilvægir, ég held að það sé gott fyrir okkur að stilla okkur saman sem lið og ná þessari hugmyndafræði sem við erum búnir að vinna í í síðustu verkefnum. Það er hellings reynsla fyrir ungu strákana að komast inn í hlutina og læra á þetta allt saman."

Jón Daði var spurður hvort það væri eitthvað sérstakt í minningunni sem stendur upp úr á hans landsliðsferli. „Þegar stórt er spurt, þetta er búið að vera hellings ferðalag og ég virkilega stoltur að vera búinn að spila svona marga leiki fyrir land og þjóð. Það er svo mikið af augnablikum, allt EM - það voru svo mikil læti, hystería og spenna í landinu, ég held að það sé það sem stendur hvað mest upp úr. Sérstaklega að skora á stórmóti. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma."

Jón Daði, sem er þrítugur, hefur ekkert spilað með Millwall á tímabilinu ef frá eru taldar átján mínútur í deildabikarnum. Jón Daði á hálft ár eftir af samningi sínum við enska félagið. Hvað er framundan?

„Framundan er að reyna finna sér nýtt lið og betra fótboltaumhverfi til að vera í. Maður er á góðum aldri ennþá og maður vill ekki sóa tíma sínum fram að sumri til að finna nýtt umhverfi. Það eru einhverjar smá þreyfingar í gangi og það er verið að vinna í því að finna nýtt félag fyrir mig til að komast í og komast aftur í gang að alvöru," sagði Jón Daði.

Sjá einnig:
„Ég er ekkert í stöðu til að velja mér stað til að vera á"
Tækifæri til að anda að sér öðru andrúmslofti og finna jákvæðan takt


Athugasemdir
banner
banner