Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. janúar 2023 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í deildabikarnum: Phillips fær langþráð tækifæri með Man City
Kalvin Phillips byrjar hjá Man City
Kalvin Phillips byrjar hjá Man City
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland er á bekknum
Erling Braut Haaland er á bekknum
Mynd: Getty Images
Tveir síðustu leikirnir í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins fara fram í kvöld en hæst ber að nefna leik Southampton og Manchester City á St. Mary's-leikvanginum klukkan 20:00.

Nottingham Forest og Wolves eigast við klukkan 19:45 á City Ground leikvanginum í Nottingham.

Julen Lopetegui, þjálfari Wolves, gerir sex breytingar frá jafnteflinu gegn Liverpool í enska bikarnum á dögunum. Steve Cooper, stjóri Nottingham, gerir hins vegar tíu breytingar frá 4-1 tapinu gegn Blackpool. Gustavo Scarpa er sá eini sem heldur sæti sínu.

Nottingham Forest: Henderson, Aurier, Worrall, Boly, Lodi, Mangala, Yates, Freuler, Gibbs-White, Scarpa, Johnson.

Wolves: Sá, Semedo, Jonny, Kilman, Toti, Ait-Nouri, Moutinho, Nunes, Guedes, Jiménez, Hwang.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, stillir upp sterku liði gegn Southampton. Erling Braut Haaland, Riyad Mahrez og Kevin de Bruyne eru allir á bekknum, en það vantar alls ekki gæðin i byrjunarliðinu.

Jack Grealish, Phil Foden og Julian Alvarez eru í liðinu. Kalvin Phillips er á miðsvæðinu og Stefan Ortega er í markinu.

Southampton: Bazunu, Djenepo, Lyanco, ?aleta-Car, Salisu, Walker-Peters, Diallo, Lavia, Ward-Prowse, Mara, Armstrong.

Man City: Ortega; Cancelo, Walker, Laporte, Gomez; Phillips, Gundogan, Foden; Palmer, Alvarez, Grealish.
Athugasemdir
banner
banner